Jack Grealish, leikmaður Manchester City, er skemmtilegur karakter og ræddi hann rútínu sína fyrir leiki á dögunum.
Grealish er mjög sveigjanlegur þegar kemur að henni og borðar yfirleitt bara það sem hann langar til fyrir leiki til að mynda, þegar hann langar til þess.
„Ég borða bara þegar mig langar til að borða,“ sagði Grealish.
„Sumir eru með einhvern ákveðinn tíma og borða alltaf sama matinn fyrir leiki árum saman. Ég borða bara hvað sem er, stundum borða ég bara brauð og bakaðar baunir,“ sagði hann enn fremur.
Grealish gekk í raðir City frá Aston Villa fyrir síðustu leiktíð á 100 milljónir punda. Hann vann þrennuna á sinni fyrstu leiktíð með félaginu.