Sjónvarpsmaður BBC sá sig knúinn til að biðjast afsökunar eftir ummæli í beinni eftir leik Liverpool gegn West Ham í deildabikarnum í síðustu viku.
Liverpool vann leikinn 5-1 og flaug inn í undanúrslit deildabikarsins þar sem liðið mætir Fulham.
Chetan Pathak, sjónvarpsmaður á BBC, ræddi sigurinn eftir leik í beinni og sagði meðal annars eftirfarandi um Jurgen Klopp, stjóra Liverpool:
„Við sáum hann hnefa (e. fisting), kýla hnefunum út í loftið,“ sagði Pathak í beinni fréttaútsendingu á BBC.
Pathak baðst svo afsökunar á að hafa óvart notað kynferðislegt orðalag um Klopp.
„Ég biðst afsökunar. Framvegis mun ég halda mig við textann sem er fyrir framan mig,“ skrifaði hann á samfélagsmiðla.