fbpx
Miðvikudagur 09.júlí 2025
433Sport

Brotist inn í glæsilegt hús stórstjörnunnar um helgina

Helgi Fannar Sigurðsson
Mánudaginn 18. desember 2023 11:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Brotist var inn í hús Kevin De Bruyne, leikmanns Manchester City, í Belgíu á laugardag. Hann og fjölskylda hans voru ekki heima á meðan ránið átti sér stað.

De Bruyne hefur ekki verið með City síðan í byrjun leiktíðar vegna meiðsla. Innbrotið átti sér stað eftir leik City gegn Crystal Palace á laugardag en þá voru De Bruyne og hans liðsfélagar flognir til Sádi-Arabíu þar sem heimsmeistaramót félagsliða fer fram.

Sem fyrr segir var eiginkona De Bruyne og börnin hans þrjú ekki á heimilinu í heimalandinu þegar innbrotið átti sér stað.

Samkvæmt fjölmiðlum í Belgíu tóku ræningjarnir ýmislegt með sér úr húsinu en ekki kemur nánar fram hvað.

De Bruyne keypti eignina árið 2015 en hún er risastór og afar glæsileg. Þar er til dæmis sundlaug og körfuboltavöllur á veröndinni.

Fjölskyldan dvelur þó að mestu á Englandi þar sem De Bruyne spilar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Segir að Maignan hafi tekið ákvörðun sjálfur

Segir að Maignan hafi tekið ákvörðun sjálfur
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Blikar töpuðu fyrri leiknum í Albaníu

Blikar töpuðu fyrri leiknum í Albaníu
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Spenntur fyrir kvöldinu: Mætir goðsögninni í mikilvægum leik – ,,Sendi mér skilaboð og hvatti okkur áfram“

Spenntur fyrir kvöldinu: Mætir goðsögninni í mikilvægum leik – ,,Sendi mér skilaboð og hvatti okkur áfram“
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Þrjú félög vilja Grealish – City búið að skella verðmiða á hann

Þrjú félög vilja Grealish – City búið að skella verðmiða á hann
433Sport
Í gær

Gagnrýna Reykjavíkurborg harðlega fyrir lítil samskipti – Ætla að reisa skólaþorp á bílastæðinu

Gagnrýna Reykjavíkurborg harðlega fyrir lítil samskipti – Ætla að reisa skólaþorp á bílastæðinu
433Sport
Í gær

Sagði Þorsteinn sjálfum sér upp í beinni útsendingu?

Sagði Þorsteinn sjálfum sér upp í beinni útsendingu?