Valur eru úr leik í Meistaradeild Evrópu eftir 1-0 sigur á St. Pölten í Austurríki í dag.
Valur tapaði heimaleiknum 4-0 og var því róðurinn erfiður í síðari leiknum.
LIse Dissing skoraði mark Vals á 75 mínútu leiksins og þar við sat. Valur fer því ekki í riðlakeppnina að þessu inni.
Öllu óvæntara er að Wolfsburg þar sem Sveindís Jane Jónsdóttir er í stóru hlutverki er úr leik.
Liðið tapaði gegn Paris FC og fer því ekki í riðlakeppnina en Wolfsburg er eitt stærsta félag í heimi.
Sveindís gat ekki verið með í leiknum vegna meiðsla.