fbpx
Fimmtudagur 21.september 2023
433Sport

Viktor fer yfir kaflaskipt sumar: Hitafundur uppi á Skaga eftir tap reyndist vendipunktur – „Hlutir sagðir sem maður myndi ekki segja undir eðlilegum kringumstæðum“

Helgi Sigurðsson
Þriðjudaginn 19. september 2023 07:00

Viktor Jónsson. Mynd: DV/KSJ

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Viktor Jónsson, leikmaður ÍA, er að vonum sáttur með nýafstaðna leiktíð í Lengjudeildinni. Hans lið tryggði sér sæti í Bestu deildinni og var kappinn markahæstur. Viktor er leikmaður ársins að mati Lengjudeildarmarkanna hér á 433.is.

Viktor skoraði 20 mörk fyrir Skagamenn sem unnu Lengjudeildina þrátt fyrir bras framan af móti.

„Ég held að annað væri frekja. Ég er virkilega sáttur með að skora öll þessi mörk, líka af því hvernig staðan var á mér á síðasta tímabili. Ég var lengi að vinna mig upp úr þeim meiðslum,“ segir Viktor í Lengjudeildarmörkunum, aðspurður hvort hann sé ekki sáttur með tímabilið.

ÍA vann aðeins einn af fyrstu fimm leikjum sínum í Lengjudeildinni en lærisveinar Jóns Þórs Haukssonar sneru dæminu við og unnu deildina að lokum með sex stiga mun. Hafði liðið alltaf trú á því að það myndi finna taktinn?

„Við gerðum það. Okkur fannst við vera að spila ágætis fótbolta í byrjun móts. Þetta var bara ekki að detta fyrir okkur. Vellirnir voru skelfilegir og veðrið eins og það var. Það núllar svolítið fótboltalega getu út og þetta snýst um slagsmál og baráttu. Við vorum bara ekki að koma boltanum í netið en vorum að öðru leyti að spila vel.“

video
play-sharp-fill

Stór orð látin falla eftir tap

Tap gegn Fjölni á heimavelli þann 1. júní reyndist ákveðinn vendipunktur hjá Skagamönnum. Liðið vann 14 af 17 leikjum eftir það.

„Við tókum fund og létum ýmislegt flakka. Það voru sumir sem þurftu að stíga upp,“ segir Viktor, en það var að hans sögn hart tekist á eftir þann leik.

„Það voru hlutir sagðir sem maður myndi ekki segja maður á mann undir eðlilegum kringumstæðum. Það var hiti í þessu. Manni fannst við eiga meira inni og það var bara gott að hreinsa aðeins loftið frekar en að það sé alltaf einhver fíll í herberginu.“

Stemningin var óneitanlega súr þegar illa gekk framan af.

„Þetta var náttúrulega bara ömurlegt í byrjun sumars. Við vorum sjálfir með miklar væntingar fyrir tímabil. Þegar þetta byrjar eins og það byrjaði brýtur það svolítið andann og menn verða litlir í sér.“

Fyrir vikið var það þó enn sætara fyrir Viktor og félaga að sigra Lengjudeildina, sérstaklega með þeim hætti sem þeir gerðu það.

„Risastórt hrós á alla í liðinu að hafa stigið upp og sýnt þennan karakter, gert þetta að ógleymanlegu sumri. Þetta er ekki búið fyrr en þetta er búið,“ segir Viktor Jónsson.

Viktor var gestur í nýjasta þætti Lengjudeildarmarkanna en þáttinn í heild má sjá í spilaranum

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Stuðningsmenn Manchester United hakka leikmann liðsins í sig vegna myndbands sem er í dreifingu

Stuðningsmenn Manchester United hakka leikmann liðsins í sig vegna myndbands sem er í dreifingu
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Veðbankar hafa litla sem enga trú á Blikum í kvöld

Veðbankar hafa litla sem enga trú á Blikum í kvöld
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Konurnar sem tröllríða öllu á samskiptamiðlum: Sjö milljónir fylgjast með henni – Kærastinn opnaði sig nýlega

Konurnar sem tröllríða öllu á samskiptamiðlum: Sjö milljónir fylgjast með henni – Kærastinn opnaði sig nýlega
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Sjáðu fyrsta mark Hojlund fyrir Manchester United

Sjáðu fyrsta mark Hojlund fyrir Manchester United
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Tottenham tryggði sér forkaupsrétt á Kane

Tottenham tryggði sér forkaupsrétt á Kane
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Einlæg Karólína ræðir endurkomu Gylfa Þórs á völlinn – „Ég yrði hrikalega stolt frænka“

Einlæg Karólína ræðir endurkomu Gylfa Þórs á völlinn – „Ég yrði hrikalega stolt frænka“
Hide picture