Steven Gerrard stjóri Al-Ettifaq í Sádí Arabíu hóf tímabilið á sigri en liðið mætti Al-Nassr í kvöld.
Cristiano Ronaldo var fjarverandi hjá Al-Nassr vegna meiðsla.
Sadio Mane kom Al-Nassr yfir áður en lærisveinar Steven Gerrard fundu taktinn.
Jordan Henderson og Moussa Dembele voru í byrjunarliði Al-Ettifaq og það var Dembele sem skoraði seinna mark liðsins í leiknum.
Nokkur spenna er fyrir deildinni í Sádí Arabíu en Neymar er nýjasta stjarnan sem er á leið til landsins.