Markvörðurinn Zion Suzuki hefur hafnað því að ganga í raðir Manchester United í sumar ef marka má japanska miðla.
Hinn 20 ára gamli Suzuki er á mála hjá Urawa Reds í Japan og fyrr í sumar var talið að hann væri nálægt því að fara til United á 5 milljónir punda.
Það verður þó ekkert af því. Suzuki, sem er U21 árs landsliðsmarkvörður Japana, hefur augastað á Ólympíuleikunum næsta sumar og vill spiltíma fram að því.
Suzuki þykir afar spennandi og verður án efa á lista United áfram.
Enska félagið fékk Andre Onana í markið á dögunum og hefði Suzuki aldrei orðið aðalmarkvörður á Old Trafford á komandi leiktíð.