Það er klappað og klárt, Granit Xhaka fer frá Arsenal í sumar en hann og félagið eru sammála um að láta leiðir skilja.
Bayer Leverkusen er langt komið í viðræðum við Arsenal um kaupverð á Xhaka sem verður 15 milljónir evra.
Xhaka kom til Arsenal árið 2016 og hefur þótt umdeildur, undanfarin tvö ár hefur hann hins vegar heillað stuðningsmenn Arsenal.
Xabi Alonso vill fá Xhaka til Leverkusen og byggja liðið sitt í kringum hann.
Xhaka hefur lengi átt fast sæti í landsliði Sviss en hann fær fjögurra ára samning í Þýskalandi.