fbpx
Laugardagur 05.júlí 2025
433Sport

Stjarna sem bjó í sjö ár á Englandi neitaði að læra ensku – Ástæðan sem hann gefur upp í dag stórfurðuleg

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 16. maí 2023 09:00

Carlos Tevez og Maradona árið 2020.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Carlos Tevez átti magnaðan feril sem leikmaður og var í sjö ár á Englandi, hann lék með West Ham, Manchester United og Manchester City. Þrátt fyrir mörg ár þá lærði Tevez ekki ensku.

Hann segist hafa ákveðið það að læra ekki ensku af því að frændi hans varð fyllibytta eftir stríð árið 1982.

„Ég átti í vandræðum með kúltúrinn á Englandi. Ég vildi ekki læra ensku, ég vildi að þeir myndu læra spænsku,“ sagði Tevez.

Ástæðan sem Tevez gefur upp er í reynd ansi furðuleg.

„Ég átti frænda sem spilaði með River Plate, hann er eini stuðningsmaður River í minni fjölskyldu. Hann var í varaliðinu og átti að vera að fara í aðalliðið, hann var svo kallaður í Falklandseyjastríðið.“

Það stríð var tíu vikna stríð á milli Englendinga og Argentínu árið 1982.

„Hann var í vandræðum eftir það og varð alkóhólisti, það var erfitt fyrir mig því við vorum mjög nánir.“

„Ég var í vinnu á Englandi en vildi ekki læra kúltúrinn, það er ástæða fyrir öllu. Það þekkja fáir þessa sögu en í dag get ég talað.“

„Þeir vildu sjá mig læra enskur en þeir hefðu getað lært spænsku því ég var ekki að fara að læra ensku.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Snýr aftur eftir tveggja ára bann frá fótbolta

Snýr aftur eftir tveggja ára bann frá fótbolta
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Rob Holding aftur á meðal Íslendinga í stúkunni um helgina – Hann og Sveindís ræða aldrei um fótbolta

Rob Holding aftur á meðal Íslendinga í stúkunni um helgina – Hann og Sveindís ræða aldrei um fótbolta
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Fór frá Arsenal í fyrradag og var í dag ákærður fyrir fimm nauðganir og fleira til

Fór frá Arsenal í fyrradag og var í dag ákærður fyrir fimm nauðganir og fleira til
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Eigandinn veður í Þorstein Halldórsson og KSÍ – „Í þeirri veiku von að tapa ekki of miklum peningum“

Eigandinn veður í Þorstein Halldórsson og KSÍ – „Í þeirri veiku von að tapa ekki of miklum peningum“
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Ræðir líðan íslensku leikmannanna á miðvikudag – „Við erum bara manneskjur með tilfinningar“

Ræðir líðan íslensku leikmannanna á miðvikudag – „Við erum bara manneskjur með tilfinningar“
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Maðurinn sem hitti Diogo Jota síðast á lífi tjáir sig – „Ég hef lesið hluti á netinu sem eru tóm þvæla“

Maðurinn sem hitti Diogo Jota síðast á lífi tjáir sig – „Ég hef lesið hluti á netinu sem eru tóm þvæla“
433Sport
Í gær

David endar á Ítalíu

David endar á Ítalíu
433Sport
Í gær

Byrjuð að þéna meira en eiginmaðurinn í fyrsta sinn í hjónabandinu

Byrjuð að þéna meira en eiginmaðurinn í fyrsta sinn í hjónabandinu