fbpx
Laugardagur 18.október 2025
433Sport

Stjarna sem bjó í sjö ár á Englandi neitaði að læra ensku – Ástæðan sem hann gefur upp í dag stórfurðuleg

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 16. maí 2023 09:00

Carlos Tevez og Maradona árið 2020.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Carlos Tevez átti magnaðan feril sem leikmaður og var í sjö ár á Englandi, hann lék með West Ham, Manchester United og Manchester City. Þrátt fyrir mörg ár þá lærði Tevez ekki ensku.

Hann segist hafa ákveðið það að læra ekki ensku af því að frændi hans varð fyllibytta eftir stríð árið 1982.

„Ég átti í vandræðum með kúltúrinn á Englandi. Ég vildi ekki læra ensku, ég vildi að þeir myndu læra spænsku,“ sagði Tevez.

Ástæðan sem Tevez gefur upp er í reynd ansi furðuleg.

„Ég átti frænda sem spilaði með River Plate, hann er eini stuðningsmaður River í minni fjölskyldu. Hann var í varaliðinu og átti að vera að fara í aðalliðið, hann var svo kallaður í Falklandseyjastríðið.“

Það stríð var tíu vikna stríð á milli Englendinga og Argentínu árið 1982.

„Hann var í vandræðum eftir það og varð alkóhólisti, það var erfitt fyrir mig því við vorum mjög nánir.“

„Ég var í vinnu á Englandi en vildi ekki læra kúltúrinn, það er ástæða fyrir öllu. Það þekkja fáir þessa sögu en í dag get ég talað.“

„Þeir vildu sjá mig læra enskur en þeir hefðu getað lært spænsku því ég var ekki að fara að læra ensku.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Segir ógeðslegt hvernig komið er fram við einn besta félaga Putin

Segir ógeðslegt hvernig komið er fram við einn besta félaga Putin
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Líkleg byrjunarlið í stórleiknum á Anfield – Getur United gert eitthvað?

Líkleg byrjunarlið í stórleiknum á Anfield – Getur United gert eitthvað?
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Rekstur ársins í Laugardalnum á áætlun – Ræddu útfærslur til að mæta auknum dómarakostnaði

Rekstur ársins í Laugardalnum á áætlun – Ræddu útfærslur til að mæta auknum dómarakostnaði
433Sport
Í gær

Hrun í áhorfi eftir að Lineker lét af störfum

Hrun í áhorfi eftir að Lineker lét af störfum
433Sport
Í gær

Gagnrýna Arnar Gunnlaugs og segja hann í mótsögn við sjálfan sig – „Þá má ekki gagnrýna“

Gagnrýna Arnar Gunnlaugs og segja hann í mótsögn við sjálfan sig – „Þá má ekki gagnrýna“
433Sport
Í gær

Tilbúnir að klófesta framherja United strax í janúar

Tilbúnir að klófesta framherja United strax í janúar
433Sport
Í gær

Þetta er versta augnablikið á ferli Harry Kane

Þetta er versta augnablikið á ferli Harry Kane
433Sport
Í gær

Sendi dóttur sinni afmæliskveðju og eftir það rignir yfir hann tilboðum – „Ég er enn einhleypur, ef þú þarft tengdason“

Sendi dóttur sinni afmæliskveðju og eftir það rignir yfir hann tilboðum – „Ég er enn einhleypur, ef þú þarft tengdason“