fbpx
Laugardagur 18.október 2025
433Sport

Ræddu stöðuna í Breiðholti – „Ég held að ég hafi verið full fljótur á mér um daginn“

433
Þriðjudaginn 16. maí 2023 19:00

Hrafnkell Freyr Ágústsson.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Leiknir tapaði nokkuð óvænt fyrir Selfossi í síðustu umferð Lengjudeildar karla. Breiðhyltingar voru til umræðu í síðasta þætti Lengjudeildarmarkanna, sem sýnd eru hér á 433.is og í Sjónvarpi Símans.

Leiknir vann nýliða Þróttar 1-3 í fyrsta leik en tapaði svo 2-3 gegn Selfossi. Liðið hefur ekki verið svo sannfærandi í upphafi móts.

„Þeir eru að valda vonbrigðum en það verður að taka inn í myndina að þeir eru búnir að vera með Sigurð Höskuldsson sem þjálfara í svolítinn tíma. Þeir fengu Fúsa (Vigfús Arnar Jósepsson) inn og hann er í svipuðum pælingum og Siggi. Hann vill spila fótbolta. En mér finnst þetta aðeins ýktara hjá Fúsa.

Það er rosalega mikið possesion, verið að spila frá markmanni. Stundum er þetta svolítið glæfralegt. Ég held að hann sé að finna sig. Hann vill spila út frá markmanni og spila fótbolta. En hann þarf að sigta út hvað þeir geta og hvað ekki,“ segir Hrafnkell Freyr Ágústsson, sérfræðingur Lengjudeildarmarkanna.

Hrafnkell hafði áður sagt að Leiknir, sem féll úr Bestu deildinni í fyrra. ætti að berjast við toppinn í Lengjudeildinni.

„Ég held að ég hafi verið full fljótur á mér um daginn að segja að Leiknir ætti að fara upp miðað við hóp. Hann er ungur, nýr þjálfari og ætti að fá smá slaka.“

Þáttinn í heild má sjá hér að neðan.

video
play-sharp-fill
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Segir ógeðslegt hvernig komið er fram við einn besta félaga Putin

Segir ógeðslegt hvernig komið er fram við einn besta félaga Putin
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Líkleg byrjunarlið í stórleiknum á Anfield – Getur United gert eitthvað?

Líkleg byrjunarlið í stórleiknum á Anfield – Getur United gert eitthvað?
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Rekstur ársins í Laugardalnum á áætlun – Ræddu útfærslur til að mæta auknum dómarakostnaði

Rekstur ársins í Laugardalnum á áætlun – Ræddu útfærslur til að mæta auknum dómarakostnaði
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Hrun í áhorfi eftir að Lineker lét af störfum

Hrun í áhorfi eftir að Lineker lét af störfum
433Sport
Í gær

Gagnrýna Arnar Gunnlaugs og segja hann í mótsögn við sjálfan sig – „Þá má ekki gagnrýna“

Gagnrýna Arnar Gunnlaugs og segja hann í mótsögn við sjálfan sig – „Þá má ekki gagnrýna“
433Sport
Í gær

Tilbúnir að klófesta framherja United strax í janúar

Tilbúnir að klófesta framherja United strax í janúar
433Sport
Í gær

Þetta er versta augnablikið á ferli Harry Kane

Þetta er versta augnablikið á ferli Harry Kane
433Sport
Í gær

Sendi dóttur sinni afmæliskveðju og eftir það rignir yfir hann tilboðum – „Ég er enn einhleypur, ef þú þarft tengdason“

Sendi dóttur sinni afmæliskveðju og eftir það rignir yfir hann tilboðum – „Ég er enn einhleypur, ef þú þarft tengdason“
Hide picture