Lið Ægis hefur komið nokkuð á óvart í upphafi tímabils í Lengjudeild karla. Liðið var til umræðu í markaþætti deildarinnar hér á 433.is og í Sjónvarpi Símans.
Ægismenn komu óvænt inn í Lengjudeildina í vor eftir að lið Kórdrengja var lagt niður.
Ægir tapaði fyrsta leik tímabilsins gegn Fjölni 1-0 en var liðið afar óheppið þar og fékk á sig mark í blálokin.
Í 2. umferð gerði Ægir svo 2-2 jafntefli gegn Njarðvík.
„Ægismenn hafa komið mér hrikalega mikið á óvart. Þeir áttu jafnvel að stela sigri á móti Fjölni og voru óheppnir að fá á sig mark í lokin,“ sagði Hrafnkell Freyr Ágústsson, sérfræðingur Lengjudeildarmarkanna.
„Ég hlakka til að sjá þá í næstu umferð.“
Hér að neðan má sjá markaþátt Lengjudeildarinnar.