fbpx
Laugardagur 10.maí 2025
433Sport

Nýliðarnir heillað – „Hafa komið mér hrikalega mikið á óvart“

433
Þriðjudaginn 16. maí 2023 22:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lið Ægis hefur komið nokkuð á óvart í upphafi tímabils í Lengjudeild karla. Liðið var til umræðu í markaþætti deildarinnar hér á 433.is og í Sjónvarpi Símans.

Ægismenn komu óvænt inn í Lengjudeildina í vor eftir að lið Kórdrengja var lagt niður.

Ægir tapaði fyrsta leik tímabilsins gegn Fjölni 1-0 en var liðið afar óheppið þar og fékk á sig mark í blálokin.

Í 2. umferð gerði Ægir svo 2-2 jafntefli gegn Njarðvík.

„Ægismenn hafa komið mér hrikalega mikið á óvart. Þeir áttu jafnvel að stela sigri á móti Fjölni og voru óheppnir að fá á sig mark í lokin,“ sagði Hrafnkell Freyr Ágústsson, sérfræðingur Lengjudeildarmarkanna.

„Ég hlakka til að sjá þá í næstu umferð.“

Hér að neðan má sjá markaþátt Lengjudeildarinnar.

video
play-sharp-fill
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Haaland snýr aftur

Haaland snýr aftur
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Dökkt ský nálgast Garðabæ – „Þeim var seld einhver hugmynd, en þetta hefur bara ekki verið nógu gott“

Dökkt ský nálgast Garðabæ – „Þeim var seld einhver hugmynd, en þetta hefur bara ekki verið nógu gott“
433Sport
Í gær

Breyting á tveimur leikjum í Bestu deildinni

Breyting á tveimur leikjum í Bestu deildinni
433Sport
Í gær

Lykillinn að viðsnúningi á Hlíðarenda? – „Þetta er svolítið síðasti séns“

Lykillinn að viðsnúningi á Hlíðarenda? – „Þetta er svolítið síðasti séns“
433Sport
Í gær

KSÍ í samstarf við SÁÁ til að taka á spilavanda fólks

KSÍ í samstarf við SÁÁ til að taka á spilavanda fólks
433Sport
Í gær

Staðfesta að Xabi Alonso sé að hætta – Mun taka við Real Madrid

Staðfesta að Xabi Alonso sé að hætta – Mun taka við Real Madrid
Hide picture