fbpx
Laugardagur 23.ágúst 2025
433Sport

Fjalla á ítarlegan hátt um mál Gylfa :Teipað fyrir þakglugga og mögulega er yfirlýsing á leiðinni

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 20. apríl 2023 10:00

Gylfi Þór Sigurðsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Enski fjölmiðilinn, The Athletic fjallar í mjög löngu máli um mál Gylfa Þórs Sigurðssonar í grein sem kom út á dögunum. Greinin er skrifuð skömmu eftir að Gylfi Þór var laus allra mála.

Það eru komin vika síðan að Gylfi Þór fékk þau tíðindi að rannsókn lögreglu á hendur honum væri úr sögunni. Málið var fellt niður eftir tæp tvö ár í rannsókn.

Athletic fjallar mjög ítarlega um málið en nokkrir hlutir hafa ekki komið fram áður. Talið er að Athletic sé einn áreiðanlegasti miðilinn í Bretlandi.

„Fartölvan var tekinn af honum. Því er einnig haldið fram að teipað hafi verið fyrir þakglugga í nýju húsi hans til að koma í veg fyrir þá hættu að drónar fljúgi þar yfir,“ segir í grein Athletic en Gylfi er ekki nafngreindur en lög í Bretlandi koma í veg fyrir það.

„Eftir um tveggja ára rannsókn er ljóst að lögreglan vildi halda áfram með málið. Það bara verða að næg sönnunargögn til að fara með málið í dómstól. Það var ekki í þessu máli,“ segir einnig í umfjöllun Athletic.

Segir í grein Athletic að Gylfi hafi fyrst um sinn flutt úr húsinu sem hann bjó í og annað hús. Hann hafi svo tekið ákvörðun að flytja í úthverfi London.

„Hann reyndi að takast á við stöðuna með því að láta lítið fyrir sér fara í stórborg,“ segir einnig.

Segir í umfjöllun Athletic að Gylfi hafi þó um tíma ferðast um borgina.

„Hann lét skeggið vaxa, á tímapunkti notaði hann þó almenningssamgöngur til að komast um London. Hann var einnig duglegur í ræktinni og golfvöllurinn var annar staður sem hann eyddi tíma á,“ segir í Athletic.

Athletic segist svo hafa heimildir fyrir því líklega muni Gylfi eða fólk honum tjá sig með yfirlýsingu innan tíðar.

„Hann gæti tjáð sig um handtökuna til að reyna að koma sínu á framfæri. Það er talið að fólk nálægt honum vilji senda út yfirlýsingu nú þegar málið er úr sögunni.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Dias framlengir samning sinn á Ethiad

Dias framlengir samning sinn á Ethiad
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Formaður og stjóri Palace í hár saman eftir að Eze var seldur – Guehi gæti farið á næstu dögum

Formaður og stjóri Palace í hár saman eftir að Eze var seldur – Guehi gæti farið á næstu dögum
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Tilbúnir að borga það sem United vill en Antony er ekki sannfærður

Tilbúnir að borga það sem United vill en Antony er ekki sannfærður
433Sport
Í gær

Chelsea staðfestir sölu sem skilar vænum hagnaði – Spilaði bara einn leik

Chelsea staðfestir sölu sem skilar vænum hagnaði – Spilaði bara einn leik
433Sport
Í gær

Tíu ára gömul færsla Eze vekur athygli – Allt virtist vera á leið í skrúfuna en hann vissi betur

Tíu ára gömul færsla Eze vekur athygli – Allt virtist vera á leið í skrúfuna en hann vissi betur
433Sport
Í gær

Real Madrid vill kaupa enska landsliðsmanninn – Þurfa að selja Rodrygo til að fjármagna það

Real Madrid vill kaupa enska landsliðsmanninn – Þurfa að selja Rodrygo til að fjármagna það