fbpx
Föstudagur 16.maí 2025
433Sport

Berbatov ómyrkur í máli um sitt gamla félag – „Er ég klikkaður?“

Helgi Fannar Sigurðsson
Miðvikudaginn 19. apríl 2023 18:30

Dimitar Berbatov / GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Dimitar Berbatov, fyrrum framherji Manchester United, segir að sitt gamla félag eigi ekki að sætta sig við neitt annað en að vera á toppnum þó tímarnir séu breyttir.

Búlgarinn raðaði inn mörkum á gullaldartíma United undir stjórn Sir Alex Ferguson.

„Er ég klikkaður? Í mínum huga á United að vera að berjast um efsta sætið eins og áður fyrr,“ segir Berbatov.

„Auðvitað hafa tímarnir breyst. En United á ekki að líta á þetta sem árangur. Þeir eiga að berjast um stóru titlana aftur og aftur.

Þegar ég ræði við fólk um tíma minn hjá United nota ég alltaf orðið einbeiting. Það er orðið sem Sir Alex Ferguson notaði við okkur áður en við fórum út á völlinn.“

Berbato segir að menn verði að halda einbeitingu svo það tapi ekki niður forskoti í leikjum eins og gegn Sevilla í síðustu viku.

„Þetta er stundum vandamál í dag. Skortur á einbeitingu þegar þú ert 2-0 yfir. Þú heldur að leikurinn sé búinn en svo er ekki, sérstaklega ekki þegar þú spilar við lið eins og Sevilla.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Sex mörk og rautt spjald þegar Fram henti bikarmeisturum KA úr keppni

Sex mörk og rautt spjald þegar Fram henti bikarmeisturum KA úr keppni
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

FIFA telur tíma komin á það að fótboltinn komi heim til Englands – HM 2038 gæti farið fram þar

FIFA telur tíma komin á það að fótboltinn komi heim til Englands – HM 2038 gæti farið fram þar
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Hafa engan áhuga á að sleppa Trent fyrr

Hafa engan áhuga á að sleppa Trent fyrr
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Eru til í að bjarga honum frá Liverpool

Eru til í að bjarga honum frá Liverpool
433Sport
Í gær

Fimm áhugaverð nöfn á blaði hjá Lundúnaliðinu

Fimm áhugaverð nöfn á blaði hjá Lundúnaliðinu
433Sport
Í gær

Losar United sig strax við hann? – Áhugi á að fá hann aftur til Ítalíu

Losar United sig strax við hann? – Áhugi á að fá hann aftur til Ítalíu