fbpx
Föstudagur 24.október 2025
433Sport

Enska úrvalsdeildin: Chelsea og Tottenham til skammar á heimavelli – Everton í vandræðum

Victor Pálsson
Laugardaginn 15. apríl 2023 16:11

Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það gengur einfaldlega ekkert upp hjá liði Chelsea þessa dagana sem tapaði á heimavelli í ensku úrvalsdeildinni í dag.

Chelsea komst yfir í leik gegn Brighton en það var í raun gegn gangi leiksins er Conor Gallaher skoraði.

Brighton bætti síðar við tveimur mörkum er þeir Danny Welbeck og Julio Enciso komu boltanum í netið og er óhætt að segja að það hafi verið verðskuldað.

Chelsea var aðeins 40 prósent með boltann á eigin heimavelli í þessum leik og átti sex marktilraunir gegn 24 frá gestunum.

Everton missteig sig á sama tíma í fallbaráttunni en liðið tapaði 3-1 heima gegn Fulham. Everton hafði aðeins tapað einum af síðustu fimm leikjum sínum en Fulham var sterkari aðilinn í dag.

Tottenham tapaði þá heima gegn Bournemouth sem eru úrslit sem koma mörgum á óvart. Bournemouth skoraði sigurmark leiksins er örfáar sekúndur voru eftir.

Arnaut Danjuma hafði jafnað metin í 2-2 er tvær mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma áður en Dango Outtara tryggði gestunum stigin þrjú er fimm mínútur voru komnar yfir venjulegan leiktíma.

Hér má sjá úrslit dagsins.

Chelsea 1 – 2 Brighton
1-0 Conor Gallagher(’13)
1-1 Danny Welbeck(’42)
1-2 Julio Enciso(’70)

Everton 1 – 3 Fulham
0-1 Harrison Reed(’22)
1-1 Dwight McNeil(’35)
1-2 Harry Wilson(’51)
1-3 Daniel James(’68)

Tottenham 2 – 3 Bournemouth
1-0 Song Heung Min(’14)
1-1 Matias Vina(’38)
1-2 Dominic Solanke(’51)
2-2 Arnaut Danjuma(’88)
2-3 Dango Outtara(’95)

Wolves 2 – 0 Brentford
1-0 Diego Costa(’27)
2-0 Hee Chan Hwang(’69)

Southampton 0 – 2 Crystal Palace
0-1 Eberechi Eze(’54)
0-2 Eberechi Eze(’68)

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Voru leikmenn að reyna að láta reka Ange? – Roy Keane kallar þá fávita

Voru leikmenn að reyna að láta reka Ange? – Roy Keane kallar þá fávita
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Gagnrýnir Slot og segir hann hafa uppljóstrað því í gær hvernig á að vinna Liverpool

Gagnrýnir Slot og segir hann hafa uppljóstrað því í gær hvernig á að vinna Liverpool
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Skaut Dyche á forvera sinn í fyrsta viðtalinu?

Skaut Dyche á forvera sinn í fyrsta viðtalinu?
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Blikar ætla að koma með yfirlýsingu í dag – „Staðráðnir í að taka frumkvæðið“

Blikar ætla að koma með yfirlýsingu í dag – „Staðráðnir í að taka frumkvæðið“
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Ólafur Ingi: „Slökkvið á sjónvarpinu og drífið ykkur“

Ólafur Ingi: „Slökkvið á sjónvarpinu og drífið ykkur“
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Hraunar yfir Slot fyrir þessi ummæli eftir leikinn í gær

Hraunar yfir Slot fyrir þessi ummæli eftir leikinn í gær
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Ofurtölvan beinir sjónum að Championship deildinni – Segir að þessi lið verði í úrvalsdeildinni að ári en fellir Íslendingana óvænt

Ofurtölvan beinir sjónum að Championship deildinni – Segir að þessi lið verði í úrvalsdeildinni að ári en fellir Íslendingana óvænt