fbpx
Þriðjudagur 08.júlí 2025
433Sport

Björn Bragi með ansi óvænta spá fyrir sumarið – „Bestir þegar enginn hefur trú á þeim“

433
Sunnudaginn 9. apríl 2023 09:01

Björn Bragi Arnarsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Besta deild karla hefst á morgun með heilli umferð og er eftirvæntingin mikil.

Leitað var til stuðningsmanna liðanna í deildinni og lagður fyrir þá spurningalisti.

Við hefjum leik á nýliðum Fylkis, en fulltrúi þeirra er skemmtikrafturinn og athafnamaðurinn Björn Bragi Arnarsson.

Hvernig líst þér á sumarið hjá þínu liði?
Gríðarlega vel. Árbæingar eru bestir þegar enginn hefur trú á þeim.

Hvernig finnst þér hafa gengið að styrkja leikmannahópinn?
Liðið hefur kannski lítið styrkt sig en það eru margir Árbæingar þarna og það er allt sem ég bið um. Óli Kalli Finsen kemur svo inn með gríðarlegan andlegan styrk. Það er jafngildi þess að fá Mr. Miyagi úr Karate Kid í leikmannahópinn.

Hver er uppáhalds leikmaðurinn þinn í liðinu?
Kristján Valdimarsson verður alltaf uppáhalds leikmaðurinn minn þótt það séu reyndar nokkur ár síðan hann spilaði síðast. En ég held í vonina um að hann taki aftur fram skóna í sumar. Ef það gerist þá verðum við meistarar.

Ertu duglegur að mæta á völlinn hjá þínu liði?
Ég var alltaf mjög duglegur en hefði alveg mátt vera öflugri síðustu tímabil.

Fyrir utan heimavöllinn hjá þínu félagi, hvar er skemmtilegast að fara á völlinn?
Kaplakriki kemur fyrst upp í hugann. Sérstaklega þegar Friðrik Dór er á mæknum.

Hvað finnst þér um fyrirkomulagið í Bestu deildinni sem var prófað í fyrsta sinn á síðustu leiktíð?
Ég var kannski ekkert að elska það í fyrra. En líklega var það aðallega af því að deildin var svo óspennandi. Það er rétt að gefa því lengri séns.

Hvaða lið verður Íslandsmeistari?
Fylkir.

Úr leik hjá Fylki.
Mynd/Ernir Eyjólfsson
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Besta deildin: Jafnt hjá FH og Stjörnunni

Besta deildin: Jafnt hjá FH og Stjörnunni
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Margir steinhissa þegar þeir sáu hver leiddi liðið út á völl – Sjáðu hvað gerðist um helgina

Margir steinhissa þegar þeir sáu hver leiddi liðið út á völl – Sjáðu hvað gerðist um helgina
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

„Það var þungt yfir en við höfum hvora aðra“

„Það var þungt yfir en við höfum hvora aðra“
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Chelsea þarf að selja til að komast í gegnum reglur UEFA

Chelsea þarf að selja til að komast í gegnum reglur UEFA
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Þorsteinn tjáir sig um framtíð sína – „Á örugglega eftir að setjast niður með yfirmönnum mínum“

Þorsteinn tjáir sig um framtíð sína – „Á örugglega eftir að setjast niður með yfirmönnum mínum“
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Beckham reynir að kaupa landsliðsmann Argentínu til að hjálpa til

Beckham reynir að kaupa landsliðsmann Argentínu til að hjálpa til
433Sport
Í gær

Staðfestir ástarsamband sitt með áhrifavaldi

Staðfestir ástarsamband sitt með áhrifavaldi
433Sport
Í gær

Gyokeres til að í að gefa eftir 285 milljónir til að komast til Arsenal

Gyokeres til að í að gefa eftir 285 milljónir til að komast til Arsenal