fbpx
Sunnudagur 05.maí 2024
433Sport

Aron Einar brosti eftir þrennuna og tileinkaði hana syni sínum – „Ég geri allt það sem ég get fyrir Ísland“

433
Sunnudaginn 26. mars 2023 18:08

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég held að það sé hægt að segja það, við vorum staðráðnir í að svara fyrir fimmtudaginn. Vorum á fullu í byrjun, leikplanið virkaði vel. Við vissum að þeir myndu gefa svæði á köntunum, ég er virkilega ánægður með hvernig við stigum upp,“ sagði Aron Einar Gunnarsson fyrirliði Íslands eftir 0-7 sigur á Liechtenstein í kvöld.

Aron skoraði þrennu í leiknum. Íslenska liðið svaraði fyrir sig eftir slæmt tap gegn Bosníu á fimmtudag en um er að ræða leiki í undankeppni Evrópumótsins.

„Þetta er langt ferli, það þýðir ekki að hengja haus. Það er bara einbeiting á næsta leik, það var enginn á hælunum í dag. Ánægður með frammistöðuna, mörkin sem við skorum og halda núllinu.“

Elsti sonur Arons Einars fagnaði átta ára afmæli sínu í dag en hann fæddist þegar Aron Einar var í verkefni með landsliðinu í Kasakstan árið 2015.

„Ég er ánægður að geta hjálpað liðinu hvort sem það sé að skora mörk eða halda hreinu, ég geri allt það sem ég get fyrir Ísland.. Skemmtileg afmælisgjöf fyrir 8 ára Oliver, hann fæddist þegar ég var í Kasakstan,“ sagði Aron Einar og brosti og sagi að Oliver fengi að eiga boltann.

Aron segir að þessi sigur gefi liðinu sjálfstraust. „Við þurftum á sjálfstrausti að halda. Við erum ánægðir með þetta verkefni þó það hafi byrjað illa.“

Aron Einar skoraði þriðja markið af vítapunktinum, hann tekur ekki margar slíkar spyrnur. „Andri Lucas var að gera sig líklegan en hann áttaði sig á því að ég væri á þrennunni.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Byrjunarlið Liverpool og Tottenham – Nunez á bekknum

Byrjunarlið Liverpool og Tottenham – Nunez á bekknum
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Orðinn vel þreyttur á spurningum um Liverpool – ,,Í 25. skiptið þá get ég ekki svarað þessu“

Orðinn vel þreyttur á spurningum um Liverpool – ,,Í 25. skiptið þá get ég ekki svarað þessu“
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Mourinho næstur til að elta peningana?

Mourinho næstur til að elta peningana?
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Keypti sjálfan sig og var rekinn sex mánuðum síðar

Keypti sjálfan sig og var rekinn sex mánuðum síðar
433Sport
Í gær

Virðist ætla að selja fjölmarga í sumar – ,,Svo það gerist þá þurfa leikmenn að fara annað“

Virðist ætla að selja fjölmarga í sumar – ,,Svo það gerist þá þurfa leikmenn að fara annað“
433Sport
Í gær

Spánn: Real getur orðið sófameistari í kvöld

Spánn: Real getur orðið sófameistari í kvöld