fbpx
Þriðjudagur 26.ágúst 2025
433Sport

Opinberar hvað pirrar hana við aðdáendur sína – „Ég er stundum vonsvikin út af þessu“

433
Fimmtudaginn 9. febrúar 2023 19:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Alishia Lehmann, leikmaður Aston Villa, vill að fleiri horfi á hana inni á knattspyrnuvellinum.

Svissneska landsliðskonan er orðin ansi stórt nafn utan vallar og á samfélagsmiðlum en hún vill einnig vera þekkt fyrir knattspyrnuhæfileika sína.

„Margir sjá aðeins hlið mína sem er á samfélagsmiðlum en ekki þá sem spilar fótbolta. Ég er stundum vonsvikin út af þessu þar sem ég legg mig mikið fram á hverjum degi,“ segir Lehmann.

„Ég er alltaf að segja fólki að horfa á leiki og þegar ég geri það kemur það þeim yfirleitt á óvart.“

Lehmann segir að leikmenn eigi að fá að spila eins og þeir eru.

„Ég vil senda þau skilaboð að þú getir verið hvernig sem er og spilað fótbolta. Málaðu þig, gerðu neglurnar þínar, augnhár og spilaðu fótbolta. Þú þarft ekki að velja.

Það er mjög mikilvægt að enginn breyti sér vegna þess að einhver annar segir þeim að gera það.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Fer líklega ekki frá United af þessari ástæðu

Fer líklega ekki frá United af þessari ástæðu
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Fyrrum leikmaður Arsenal til Frakklands

Fyrrum leikmaður Arsenal til Frakklands
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Á leið í dönsku úrvalsdeildina fyrir sjö milljónir evra eftir langa dvöl á Englandi

Á leið í dönsku úrvalsdeildina fyrir sjö milljónir evra eftir langa dvöl á Englandi
433Sport
Í gær

Tjáir sig um alla þá gagnrýni sem hann hefur fengið í fjölmiðlum – Hélt framhjá eiginkonunni og eignaðist börn með annarri konu

Tjáir sig um alla þá gagnrýni sem hann hefur fengið í fjölmiðlum – Hélt framhjá eiginkonunni og eignaðist börn með annarri konu