fbpx
Laugardagur 10.maí 2025
433Sport

Sjáðu mynd­bandið: Martinez sakaður um hrotta­legt brot og kallað eftir rauðu spjaldi – „Held hann viti upp á hár hvað hann er að gera“

Aron Guðmundsson
Miðvikudaginn 8. febrúar 2023 21:33

Mynd: Skjáskot

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Margir telja að Lisandro Martinez, miðvörður Manchester United hafi sloppið með skrekkinn í leik liðsins gegn Leeds United í kvöld en margur netverjinn er æfur yfir því að hann skyldi ekki hafa fokið af velli með rautt spjald í uppbótartíma fyrri hálfleiks.

Umrætt atvik átti sér stað á annari mínútu uppbótartíma fyrri hálfleiksins þar sem Patrick Bamford, sóknarmaður Leeds United og Martinez lenda saman.

Báðir falla þeir til jarðar en í þann mund sem Martinez ætlar að standa upp fer hann með takkana á takkaskóm sínum í háls Bamford.

Annar af lýsendum leiksins á á sjónvarpsstöðinni Now Sports telur að um viljaverk hafi verið að ræða hjá Martinez. „Hann veit upp á hár hvað hann er að gera.“

Dómari leiksins virðist hafa lítið séð athugavert við atvikið, Martinez slapp við spjald og þá var atvikið ekki skoðað í VAR-sjánni en það má sjá hér fyrir neðan.

Leikur Manchester United og Leeds United er enn í gangi þegar þessi frétt er skrifuð.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Haaland snýr aftur
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum
Haaland snýr aftur
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Er það síðasti séns Arteta? – ,,Annar maður kemur inn og klárar verkefnið“

Er það síðasti séns Arteta? – ,,Annar maður kemur inn og klárar verkefnið“
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Fleiri þyrftu að hugsa eins og Óskar – „Bara ótrúlegt“

Fleiri þyrftu að hugsa eins og Óskar – „Bara ótrúlegt“
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Sjáðu nýjar EM-treyjur Íslands – Úr endurunnu hráefni og sækja innblástur í hreyfingar Norðurljósanna

Sjáðu nýjar EM-treyjur Íslands – Úr endurunnu hráefni og sækja innblástur í hreyfingar Norðurljósanna
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Kynlífsmyndband fór í dreifingu frá stað sem margir Íslendingar kannast við

Kynlífsmyndband fór í dreifingu frá stað sem margir Íslendingar kannast við