Grant Wahl blaðamaður frá Bandaríkjunum var bráðkvaddur á leik Argentínu og Hollands á Heimsmeistaramótinu í Katar í gær.
Wahl hafði vakið athygli í upphafi móts þegar hann mæti á völlinn í bol til stuðnings hinsegin fólks. Var honum meinaður aðgangur að vellinum ef hann skipti ekki um föt.
Lögreglan tók Wahl í hald sitt og hélt honum þar í um hálftíma.
U.S. Soccer Statement On The Passing Of Grant Wahl: pic.twitter.com/CBp1mCK1mQ
— U.S. Soccer (@ussoccer) December 10, 2022
Wahl hafði þurft að draga sig til hlés á mótinu vegna lungnabólgu en mætti aftur á svæðið í gær en hneig niður í stúkunni. Reynt var að bjarga lífi hans og hann fluttur á sjúkrahús en þar var andlát hans staðfest.
Dánarorsök liggja ekki fyrir.
Just now: Security guard refusing to let me into the stadium for USA-Wales. “You have to change your shirt. It’s not allowed.” pic.twitter.com/TvSGThMYq8
— Subscribe to GrantWahl.com (@GrantWahl) November 21, 2022