Það er öllum ljóst að Lionel Messi er einn besti knattspyrnumaður sögunnar.
Um helgina lék hann með argentíska landsliðinu í 16-liða úrslitum Heimsmeistaramótsins í Katar.
Þar fór Messi á kostum í 2-1 sigri á Áströlum. Hann skoraði fyrra mark Argentínumanna.
Liðið er nú komið í 8-liða úrslit, þar sem andstæðingurinn verður Holland.
Myndband sem stuðningsmaður tók á leiknum hefur vakið mikla athygli undanfarna daga. Hún sýnir Messi ganga meðfram öftustu línu vallarins, fyrir framan stuðningsmenn.
Þar má sjá að fólkið hyllir hetjuna sína.
Þetta magnaða myndband má sjá hér að neðan.
Lionel Messi, the reception, the fans.pic.twitter.com/rhz5NQ4VBp
— Mundo Albiceleste 🇦🇷 (@MundoAlbicelest) December 5, 2022