fbpx
Föstudagur 21.nóvember 2025
433Sport

Mígandi tap á rekstri Manchester United

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 17. september 2021 14:00

Ed Woodward ,framkvæmdastjóri Manchester United/GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Manchester United tapaði 92,2 milljónum punda á síðasta rekstrarári sínu sem náði til lok júní á þessu ári. Ed Woodward stjórnarformaður félagsins greindi frá þessu í dag.

„Þessir 12 mánuðir eru þeir erfiðustu í sögu Manchester United,“ sagði Woodward og á þar við takmarkanir vegna COVID-19.

Tekjur félagsins af auglýsingum fóru niður um 47 milljónir punda á árinu miðað við árið á undan. Tekjur af miðasölu fóru úr 89,8 milljónum punda niður í 7,1 milljón punda.

Félagið fékk miklu meira í gegnum sjónvarpssamninga vegna þáttöku Í Meistaradeildinni. Launapakki félagsins hækkaði um 38,6 milljónir punda. Laun leikmanna hækkuðu við það að félagið væri aftur í Meistaradeildinni.

Woodward var vongóður um að þetta ár yrði gott í rekstri og að koma Cristiano Ronaldo yrði mikil búbót fyrir félagið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Cole Palmer slasaði sig á heimili sínu og verður frá næstu vikurnar

Cole Palmer slasaði sig á heimili sínu og verður frá næstu vikurnar
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Áfall hjá Liverpool – Tveir lykilmenn mættu meiddir eftr landsleiki og spila ekki á næstunni

Áfall hjá Liverpool – Tveir lykilmenn mættu meiddir eftr landsleiki og spila ekki á næstunni
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Átján ára drengur lést í umferðinni – Sá sem keyrði á hann flúði af vettvangi og var undir áhrifum fíkniefna

Átján ára drengur lést í umferðinni – Sá sem keyrði á hann flúði af vettvangi og var undir áhrifum fíkniefna
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Rooney gagnrýnir hversu mikið Heimir og lærisveinar hans fögnuðu

Rooney gagnrýnir hversu mikið Heimir og lærisveinar hans fögnuðu
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Vill ekki snúa aftur til Chelsea – Er orðinn besti vinur Luis Diaz

Vill ekki snúa aftur til Chelsea – Er orðinn besti vinur Luis Diaz
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Komust á HM í vikunni en Trump hefur bannað öllum frá landinu að ferðast til Bandaríkjanna

Komust á HM í vikunni en Trump hefur bannað öllum frá landinu að ferðast til Bandaríkjanna
433Sport
Í gær

Félag Alberts horfir til London

Félag Alberts horfir til London
433Sport
Í gær

Vill sækja fleiri fyrrum leikmenn Arsenal norður í land

Vill sækja fleiri fyrrum leikmenn Arsenal norður í land