fbpx
Föstudagur 28.nóvember 2025
433Sport

Vanda mun ræða framtíð Arnars og Eiðs Smára á stjórnarfundi

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 23. nóvember 2021 15:03

Mynd/Eyþór Árnason

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vanda Sigurgeirsdóttir formaður KSÍ og stjórn hennar mun á næstu vikum ræða um framtíð A-landsliðs karla og hvort þjálfarateymið haldi áfram. Arnar Þór Viðarsson og Eiður Smári Guðjohnsen voru að klára sína fyrstu undankeppni.

Arnar og Eiður stóðu í stafni í gegnum ótrúlegan ólgusjó sem þeir báru ekki ábyrgð á. Söguna þekkja flestir en stjórn Guðna Bergsonar sagði af sér og Vanda Sigurgeirsdóttir tók við. Vanda vill gefa Arnari og Eiði tækifæri til að halda áfram en þarf að ræða það við stjórnina. Uppsagnarákvæði er í samningi þeirra í desember.

„Það er í desember, þetta er þannig að það er gluggi þar sem báðir aðilar geta sagt upp. Mér finnst í fyrsta lagi og okkur að það eigi ekki að ræða starfsmannamál út á við áður en við klárum þau innanhúss,“ sagði Vanda í útvarpsþættinum Fótbolta.net um helgina.

Vanda talaði svo um Arnar Þór og telur hann hafa margt fram að færa í starfinu.

„Ég hef sagt það áður að mér finnst að Arnar Þór hafi lent í aðstæðum sem enginn þjálfari á undan hefur lent í. Við getum velt því upp hversu sanngjarnt þetta er og hversu mörg tækifæri hann hafði til að sýna hvað í sér býr. Svo er það þannig að ég persónulega er hrifin af mörgu sem hann er að hugsa, hugmyndum hans varðandi fótbolta. Hvernig á að spila, við erum með ungt lið og það þarf að fara fram mikil uppbygging á næstu árum. Hann hefur byggt upp unga leikmenn áður með góðum árangri.“

Vanda hefur kíkt ítarlega í þá vinnu sem Arnar hefur verið að gera.

„Hann hefur skoðað alla tölfræði mörg ár til baka og er mjög faglegur í allri þeirri vinnu. Mér finn ósanngjarnt að dæma hann sem á undan er gengið og mér líst vel á hans pælingar varðandi fótboltann.“

Vanda segir að framtíð þjálfaranna verði rædd á fundum á næstunni. „Ég hef rætt það við stjórnina og það er engu sópað undir teppið þar. Þetta er eitthvað sem við eigum eftir að ræða betur. Ég hef stutt við Arnar og mér finnst mikilvægt að gera það,“ sagði Vanda í þætti Fótbolta.net.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Leikmaður United hugsanlega í bobba – Setti like við færslu þar sem hraunað var yfir Amorim og tvo liðsfélaga

Leikmaður United hugsanlega í bobba – Setti like við færslu þar sem hraunað var yfir Amorim og tvo liðsfélaga
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Albert sýknaður í landsrétti

Albert sýknaður í landsrétti
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Aron Jó leystur undan starfsskyldum hjá Val – Má ræða við önnur félög

Aron Jó leystur undan starfsskyldum hjá Val – Má ræða við önnur félög
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Fyrrum leikmaður bendir á tilburði Salah í gær og segir hann til skammar – Nú verði Slot að taka ákvörðun

Fyrrum leikmaður bendir á tilburði Salah í gær og segir hann til skammar – Nú verði Slot að taka ákvörðun
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Fjölmiðlafár í kringum 17 ára Íslending – Þetta hafa erlendir miðlar að segja

Fjölmiðlafár í kringum 17 ára Íslending – Þetta hafa erlendir miðlar að segja
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Þorvaldur og fleiri formenn komu saman í Finnlandi

Þorvaldur og fleiri formenn komu saman í Finnlandi