fbpx
Mánudagur 24.nóvember 2025
433Sport

Vanda mun ræða framtíð Arnars og Eiðs Smára á stjórnarfundi

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 23. nóvember 2021 15:03

Mynd/Eyþór Árnason

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vanda Sigurgeirsdóttir formaður KSÍ og stjórn hennar mun á næstu vikum ræða um framtíð A-landsliðs karla og hvort þjálfarateymið haldi áfram. Arnar Þór Viðarsson og Eiður Smári Guðjohnsen voru að klára sína fyrstu undankeppni.

Arnar og Eiður stóðu í stafni í gegnum ótrúlegan ólgusjó sem þeir báru ekki ábyrgð á. Söguna þekkja flestir en stjórn Guðna Bergsonar sagði af sér og Vanda Sigurgeirsdóttir tók við. Vanda vill gefa Arnari og Eiði tækifæri til að halda áfram en þarf að ræða það við stjórnina. Uppsagnarákvæði er í samningi þeirra í desember.

„Það er í desember, þetta er þannig að það er gluggi þar sem báðir aðilar geta sagt upp. Mér finnst í fyrsta lagi og okkur að það eigi ekki að ræða starfsmannamál út á við áður en við klárum þau innanhúss,“ sagði Vanda í útvarpsþættinum Fótbolta.net um helgina.

Vanda talaði svo um Arnar Þór og telur hann hafa margt fram að færa í starfinu.

„Ég hef sagt það áður að mér finnst að Arnar Þór hafi lent í aðstæðum sem enginn þjálfari á undan hefur lent í. Við getum velt því upp hversu sanngjarnt þetta er og hversu mörg tækifæri hann hafði til að sýna hvað í sér býr. Svo er það þannig að ég persónulega er hrifin af mörgu sem hann er að hugsa, hugmyndum hans varðandi fótbolta. Hvernig á að spila, við erum með ungt lið og það þarf að fara fram mikil uppbygging á næstu árum. Hann hefur byggt upp unga leikmenn áður með góðum árangri.“

Vanda hefur kíkt ítarlega í þá vinnu sem Arnar hefur verið að gera.

„Hann hefur skoðað alla tölfræði mörg ár til baka og er mjög faglegur í allri þeirri vinnu. Mér finn ósanngjarnt að dæma hann sem á undan er gengið og mér líst vel á hans pælingar varðandi fótboltann.“

Vanda segir að framtíð þjálfaranna verði rædd á fundum á næstunni. „Ég hef rætt það við stjórnina og það er engu sópað undir teppið þar. Þetta er eitthvað sem við eigum eftir að ræða betur. Ég hef stutt við Arnar og mér finnst mikilvægt að gera það,“ sagði Vanda í þætti Fótbolta.net.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Reynir að snúa hörmulegu gengi liðsins við – Fann leikmann í Ekvador

Reynir að snúa hörmulegu gengi liðsins við – Fann leikmann í Ekvador
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Rifjar upp uppskriftina að árangri gullkynslóðarinnar í ljósi umræðunnar undanfarið

Rifjar upp uppskriftina að árangri gullkynslóðarinnar í ljósi umræðunnar undanfarið
433Sport
Í gær

Þrjú ensk stórlið á eftir sjóðheitum framherja spænska landsliðsins

Þrjú ensk stórlið á eftir sjóðheitum framherja spænska landsliðsins
433Sport
Í gær

Sér Arnar eftir þessari ákvörðun? – „Þessi breyting kom mér á óvart“

Sér Arnar eftir þessari ákvörðun? – „Þessi breyting kom mér á óvart“
433Sport
Í gær

Vekur athygli á því sem fáir höfðu spáð í eftir leik Íslands á dögunum

Vekur athygli á því sem fáir höfðu spáð í eftir leik Íslands á dögunum
433Sport
Í gær

Sá sem öllu ræður hjá Liverpool segir að félagið hafi verið tilbúið að láta Salah og Van Dijk

Sá sem öllu ræður hjá Liverpool segir að félagið hafi verið tilbúið að láta Salah og Van Dijk
433Sport
Fyrir 2 dögum

Kjartan segir liggja við að maður stytti ævina um nokkur ár með því að heimsækja þessa borg – „Hún var skelfileg, ég er ekki aðdáandi“

Kjartan segir liggja við að maður stytti ævina um nokkur ár með því að heimsækja þessa borg – „Hún var skelfileg, ég er ekki aðdáandi“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Langskotið og dauðafærið – Ávaxta Manchester United og Liverpool þitt pund?

Langskotið og dauðafærið – Ávaxta Manchester United og Liverpool þitt pund?