fbpx
Miðvikudagur 10.desember 2025
433Sport

Sex landsliðsmenn sagðir hafa verið sakaðir um ofbeldisbrot

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 13. október 2021 06:06

Arnar Þór Viðarsson. Mynd: Eyþór Árnason/Fréttablaðið

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þann 27. september síðastliðinn barst stjórn Knattspyrnusambands Íslands tölvupóstur frá aðgerðahópnum Öfgum. Efni tölvupóstsins var flokkað sem trúnaðarmál á stjórnarfundi sambandsins sem fór fram 30. september. Tölvupósturinn er sagður hafa innihaldið nöfn sex leikmanna karlalandsliðsins og dagsetningar meintra ofbeldis- og kynferðisbrota þeirra.

Morgunblaðið skýrir frá þessu í dag og segist hafa heimildir fyrir þessu. Segir blaðið að vegna þessa hafi Arnar Þór Viðarsson, þjálfari landsliðsins, ekki getað valið alla þá leikmenn sem hann vildi velja fyrir leikina gegn Armeníu og Liechtenstein. Margir leikmenn, sem hafa verið lykilmenn í liðinu á undanförnum árum, voru ekki í hópnum fyrir þessa leiki.

Áður hefur verið skýrt frá því að Aron Einar Gunnarsson, Kolbeinn Sigþórsson og Gylfi Þór Sigurðsson séu grunaðir um brot en nöfn hinna þriggja hafa ekki komið fram opinberlega en Morgunblaðið segir þá alla hafa verið fastamenn í landsliðinu undanfarinn áratug og hafi leikið fjölda landsleikja. Segir blaðið að á meðan mál þeirra séu til skoðunar hjá Sigurbjörgu Sigurpálsdóttur, samskiptaráðgjafa íþrótta- og æskulýðsstarfs ÍSÍ, séu þeir ekki gjaldgengir í landsliðið.

Í viðtali í þættinum 433.is á Hringbraut í gærkvöldi sagði Vanda Sigurgeirsdóttir, formaður KSÍ, að ekki sé búið að setja reglur innan KSÍ um viðbrögð sambandsins þegar ásakanir koma fram um ofbeldisbrot en leikmenn séu nú útilokaðir á meðan á lögreglurannsókn stendur yfir. Þannig sé það gert víða, til dæmis hjá Íþróttabandalagi Reykjavíkur.

Ítarlegt viðtal við Vöndu: Tækifæri í krísu – Leikmenn undir lögreglurannsókn útilokaðir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Fanndís leggur skóna á hilluna eftir magnaðan feril – „Takk fyrir mig“

Fanndís leggur skóna á hilluna eftir magnaðan feril – „Takk fyrir mig“
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Lögregla rannsakar árás sem geysivinsæll áhrifavaldur varð fyrir – Þrír verið handteknir og borgarstjórinn sendi kveðju

Lögregla rannsakar árás sem geysivinsæll áhrifavaldur varð fyrir – Þrír verið handteknir og borgarstjórinn sendi kveðju
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Stjarna Liverpool tekin af lífi eftir gærkvöldið – Segja hann þann versta í sögu félagsins

Stjarna Liverpool tekin af lífi eftir gærkvöldið – Segja hann þann versta í sögu félagsins
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Skóli tilkynnir andlát 19 ára nemanda – Samfélagið harmi slegið

Skóli tilkynnir andlát 19 ára nemanda – Samfélagið harmi slegið
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Allt undir hjá Blikum á morgun – Þetta hafa veðbankar að segja

Allt undir hjá Blikum á morgun – Þetta hafa veðbankar að segja
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Þrjár framlengdu við Víking

Þrjár framlengdu við Víking