fbpx
Mánudagur 06.maí 2024
433Sport

Pepsi Max-deild kvenna: ÍBV valtaði yfir fallnar Fylkiskonur

Helgi Sigurðsson
Föstudaginn 10. september 2021 19:13

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

ÍBV fór illa með Fylki í lokaumferð Pepsi Max-deildar kvenna í kvöld. Leikið var í Vestmannaeyjum.

Viktorija Zaicikova skoraði tvö mörk fyrir heimakonur í fyrri hálfleik. Staðan í leikhléi 2-0.

Olga Sevcova skoraði þriðja mark ÍBV um miðbik seinni hálfleiks. Stuttu síðar fullkomnaði Zaicikova þrennuna og kom Eyjakonum í 4-0.

Sevcova átti svo eftir að skora eitt mark áður en leiknum lauk. Lokatölur 5-0.

ÍBV lýkur tímabilinu með 22 stig og er í sjötta sæti eins og er. Þær gætu endað í því sjöunda, vinni Þór/KA sinn leik í lokaumferðinni.

Fylkiskonur voru fallnar niður í Lengjudeildina fyrir leikinn í dag. Þær ljúka keppni á botni deildarinnar með 13 stig.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Viðar ekki í hóp á Akureyri – Magnús fullyrðir að þetta sé ástæðan

Viðar ekki í hóp á Akureyri – Magnús fullyrðir að þetta sé ástæðan
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

England: Chelsea lék á alls oddi gegn West Ham – Pedro hetja Brighton

England: Chelsea lék á alls oddi gegn West Ham – Pedro hetja Brighton
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Albert er veikur og getur ekki tekið þátt

Albert er veikur og getur ekki tekið þátt
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Birti svakalega mynd og sannar það að hann er í sturluðu formi – Sjáðu hvað hann birti

Birti svakalega mynd og sannar það að hann er í sturluðu formi – Sjáðu hvað hann birti
433Sport
Í gær

Gagnrýnir vinnubrögð Liverpool: Bjóst við að fá miklu meiri stuðning – ,,Var gríðarlega erfitt“

Gagnrýnir vinnubrögð Liverpool: Bjóst við að fá miklu meiri stuðning – ,,Var gríðarlega erfitt“
433Sport
Í gær

Hrafnkell: „Ég er ekki sammála þessu“

Hrafnkell: „Ég er ekki sammála þessu“