fbpx
Þriðjudagur 16.september 2025
433Sport

Byrjunarlið Íslands: Andri Lucas á bekknum – Hannes og Þórir Jóhann koma inn

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 8. september 2021 17:20

Andri Lucas Guðjohnsen Anton Brink

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Arnar Þór Viðarsson hefur opinberað byrjunarlið sitt fyrir leikinn gegn Þýskalandi í undankeppni HM. Hefst leikurinn klukkan 18:45.

Hannes Þór Halldórsson tekur sér aftur stöðu í markinu en Rúnar Alex Rúnarsson hafði staðið þar í síðustu tveimur leikjum.

Birkir Már Sævarsson, Birkir Bjarnason, Brynjar Ingi Bjarnason og Albert Guðmundsson eru þeir einu sem byrja alla fjóra leikina. Birkir og Bikir Már eru að leika 101 landsleik sinn í kvöld.

Jóhann Berg Guðmundsson kemur aftur inn í byrjunarliðið en Jón Guðni Fjóluson leikur í hjarta varnarinnar með Brynjari.

Þá kemur Þórir Jóhann Helgason inn á vinstri kantinn og Albert Guðmundsson leikur í fremstu víglínu. Guðlaugur Victor Pálsson kemur inn á miðsvæðið á nýjan leik.

Rúnar Alex Rúnarsson, Kári Árnason, Guðmundur Þórarinsson, Mikael Neville Anderson, Andri Fannar Baldursson og Viðar Örn Kjartansson setjast á bekkinn frá síðasta leik.

Margir töldu að Andri Lucas Guðjohnsen kæmi inn í byrjunarliðið eftir mark sitt gegn Norður-Makedóníu. Hann er hins vegar áfram á meðal varamanna.

Byrjunarlið Íslands:
Hannes Þór Halldórsson

Birkir Már Sævarsson
Brynjar Ingi Bjarnason
Jón Guðni Fjóluson
Ari Freyr Skúlason

Jóhann Berg Guðmundsson
Guðlaugur Victor Pálsson
Birkir Bjarnason
Ísak Bergmann Jóhannesson
Þórir Jóhann Helgason

Albert Guðmundsson

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

ÍA upp af botninum fyrir skiptingu – Afturelding fór niður í neðsta sætið

ÍA upp af botninum fyrir skiptingu – Afturelding fór niður í neðsta sætið
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Skrif Gunna Helga um vælukjóa frá Akureyri vekja athygli – „Skiptir auðvitað engu máli núna“

Skrif Gunna Helga um vælukjóa frá Akureyri vekja athygli – „Skiptir auðvitað engu máli núna“
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Guardiola í flokk með Ferguson

Guardiola í flokk með Ferguson
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Ætluðu að fá Donnarumma næsta sumar

Ætluðu að fá Donnarumma næsta sumar
433Sport
Í gær

Starfsmaður á Manchester-slagnum vekur mikla reiði

Starfsmaður á Manchester-slagnum vekur mikla reiði
433Sport
Í gær

Opnar sig um meintan ágreining við Óla Jó: Hætt við allt þegar hálftími var til stefnu – „Fór heim til hans og við spjölluðum“

Opnar sig um meintan ágreining við Óla Jó: Hætt við allt þegar hálftími var til stefnu – „Fór heim til hans og við spjölluðum“