fbpx
Mánudagur 07.júlí 2025
433Sport

Bruno ánægður með endurkomu Ronaldo – „Með hann erum við nær því að vinna titla“

Helga Jónsdóttir
Miðvikudaginn 8. september 2021 18:15

Cristiano Ronaldo / Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bruno Fernandes telur að koma Cristiano Ronaldo til Manchester United muni hjálpa liðinu við að vinna titla á þessu tímabili.

Portúgalski miðjumaðurinn hefur spilað vel fyrir Manchester United frá því að hann skrifaði undir við félagið í janúar 2020. Hann hefur þó ekki ennþá unnið bikar með liðinu. Bruno telur að það muni loksins gerast með komu stórstjörnunnar Cristiano Ronaldo sem hefur unnið 33 titla á ferlinum.

„Allir eru mjög glaðir að hann sé kominn aftur, líka leikmennirnir,“ sagði Bruno við vefsíðu Manchester United.

„Við vitum hvað hann gefur okkur og okkar markmið er að vinna og því markmiði deilir Cristiano með okkur. Með hann í liðinu erum við nær því að vinna titla.“

Manchester United hefur ekki unið titil eftir að Ole Gunnar Solskjaer tók við stjórn liðsins af Jose Mourinho í desember 2018. Síðasti titill liðsins er Evrópudeildarbikarinn frá 2017.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

EM: Ísland úr leik eftir tap gegn Sviss

EM: Ísland úr leik eftir tap gegn Sviss
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Stuðningsmenn Sviss brjálaðir út í íslensku stelpurnar – Myndband

Stuðningsmenn Sviss brjálaðir út í íslensku stelpurnar – Myndband
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Besta deildin: KR tapaði gegn KA

Besta deildin: KR tapaði gegn KA
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Glódís Perla í byrjunarliði Íslands – Steini gerir tvær breytingar

Glódís Perla í byrjunarliði Íslands – Steini gerir tvær breytingar
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Dóri Gylfa: „Við verðum eins og krækiber í helvíti en krækiber eru góð“

Dóri Gylfa: „Við verðum eins og krækiber í helvíti en krækiber eru góð“
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Segir það grunsamlegt ef sinn maður vinnur ekki Ballon d’OR

Segir það grunsamlegt ef sinn maður vinnur ekki Ballon d’OR