Íslenska karlalandsliðið skipað leikmönnum 21 árs og yngri gerði jafntefli við Grikki í Árbænum í kvöld. Leikurinn var liður í undankeppni Evrópumótsins í þessum aldursflokki.
Kolbeinn Þórðarson, leikmaður Lommel í Belgíu, kom íslenska liðinu yfir á 37. mínútu. Hann skaut þá á Kostas Tzolakis í marki gestanna en sá missti boltann í markið, 1-0.
Rétt áður en hálfleiksflautið gall jafnaði Fotios Ioannidis fyrir Grikki. Staðan í hálfleik var jöfn.
Hvorugu liðinu tókst að finna sigurmark í seinni hálfleik. Lokatölur því 1-1.
Ísland er með 4 stig í riðlinum eftir tvo leiki. Strákarnir unni Hvít-Rússa ytra í fyrsta leik.