Gerard Pique varnarmaður Barcelona segir að samband sitt við Pep Guardiola hjá félaginu hafi orðið erfitt þegar hann byrjaði í sambandi við Shakira.
Shakira er einn frægasta og vinsælasta tónlistarkona í heimi en samband þeirra hófst árið 2011.
Guardiola stýrði Barcelona frá 2008 til 2012. „Það voru árekstrar okkar á milli og við hópinn í heild. Rígurinn við Jose Mourinho tók á hann,“ sagði Pique en Guardilla tók sér frí frá fótbolta eftir starfið hjá Barcelona.
„Pep vill stýra öllu og vita um allt, ég byrjaði að hitta Shakira og þá breytist samband okkar. Núna er samband mitt við Guardiola alveg frábært.“
„Það var mikil pressa á mér eftir að sambandi við Shakira hófst, það var pressa á öllum æfingum. Ég íhugaði alveg að fara frá Barcelona sumarið 2011 vegna þess.“