Knattspyrnugoðsögnin Pele hefur gengist undir aðgerð til að fjarlægja æxli úr ristli hans. Var aðgerðin framkvæmd í heimalandi hans, Brasilíu.
Hinn áttræði Pele er á gjörgæslu á Albert Einstein sjúkrahúsinu í Sao Paulo.
Pele hafði legið á spítala síðustu sex daga eftir að æxlið kom í ljós í almennri skoðun. Ákveðið var að skella honum í aðgerð til að fjarlæga æxlið.
Pele er að margra mati besti knattspyrnumaður sögunnar en hann átti magnaðan feril og þá sérstaklega með landsliði Brasilíu.
„Ég þakka guði fyrir að líða vel eftir aðgerðina, læknarnir sjá um mig,“ sagði Pele af gjörgæslunni í Sao Paulo.