fbpx
Mánudagur 06.maí 2024
433Sport

Bullurnar í Hollywood – Jay Z, Julia Roberts og fleiri hafa sama áhugamál

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 26. febrúar 2021 19:30

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Margir frægustu leikarar heims hafa lýst yfir ást sinni á tilteknum liðum í ensku úrvalsdeildinni. Ást leikarans Kevins Costner var svo sterk að hann reyndi að koma fyrir merktum trefli í kvikmynd sinni til að sýna stuðning við lið sitt – sem þó afþakkaði pent.

Þrátt fyrir að knattspyrnan eins og Evrópubúar þekkja hana sé ekki mjög vinsæl íþrótt í Bandaríkjunum eru stjörnurnar þar í landi oftar en ekki duglegar að fylgjast með enskum fótbolta. Það vekur iðulega talsverða athygli þegar Hollywoodstjörnurnar mæta á leiki í enska boltanum en ást fræga fólksins á ensku deildinni fer ört vaxandi, enda eru bestu leikmenn í enska boltanum ekki minni stjórstjörnur en margir frægustu leikarar heims.

Daniel Craig í hlutverki James Bond.

DANIEL CRAIG LIVERPOOL
007 hefur um langt skeið verið harður stuðningsmaður Liverpool en Daniel Craig er reglulegur gestur á Anfield. Hann hefur þó mátt þola gagnrýni fyrir að styðja opinberlega við félagið. James Bond er maður sem Bretar hafa mikla skoðun á, Mike Parry útvarpsmaður þar í landi sagði að Craig ætti að vera hlutlaus þegar kemur að fótboltanum. Parry sagði að það væri ekki heppilegt fyrir James Bond sjálfan að halda með einu liði frekar en öðru – sem er auðvitað algjört kjaftæði og klór í bakkann því Parry styður sjálfur Everton.

SAMUEL L. JACKSON LIVERPOOL
Harðhausinn féll fyrir Liverpool þegar hann var að taka upp myndina 51st State í Bítlaborginni árið 2002. Jackson skellti sér á völlinn og hefur ekki hætt að fylgjast með framgangi liðsins síðan. Jackson er duglegur að ræða þetta sögufræga félag og sendir reglulega út Twitter-færslur um félagið. Árið 2014 sagði Mesut Özil að Jackson væri stuðningsmaður Arsenal en leikarinn geðþekki var fljótur að þvertaka fyrir það, Liverpool yrði alltaf hans lið.

JUDE LAW TOTTENHAM
Law ólst upp í Lundúnum og hefur alla tíð stutt við Tottenham Hotspur, hann hefur mætt á æfingasvæði félagsins og fengið að komast nálægt stjörnum félagsins. Sökum þess hversu mikið er að gera kemst Law ekki oft á völlinn en þegar tækifæri gefst til þá sést hann syngjandi og trallandi í stúkunni á heimavelli félagsins.

JAY-Z ARSENAL
Það er bara ein ástæða fyrir því að þessi vinsæli söngvari styður Arsenal, það er ást hans á Thierry Henry sem lék lengi vel með félaginu. Jay-Z hefur reglulega mætt á Emirates völlinn þegar hann er staddur í Lundúnum, í eitt skiptið sátu hann og Chris Martin söngvari Coldplay saman á vellinum og spáðu í spilin.

HUGH GRANT FULHAM
Einn ástælasti leikari Englands er harður stuðningsmaður Fulham. Grant er duglegur að ferðast um allt Bretland til þess að skella sér á völlinn og styðja sína menn. Grant varð að óskabarni Englendinga eftir stórleik sinn í myndinni Notting Hill, kvikmynd sem margir elska enn í dag

Leikarinn er mikill golfari.

KEVIN COSTNER ARSENAL
Costner varð stuðningsmaður Arsenal fyrir tuttugu árum síðan þegar hann var að taka upp kvikmynd í Lundúnum. Hann féll fyrir ást Englendinga á fótboltanum og kúltúrnum í kringum það að fara á völlinn. Costner hefur reynt að koma Arsenal fyrir í kvikmynd sem hann lék í. Í myndinni Criminal vildi Costner bera trefil Arsenal í einu atriði en félagið bannaði það sökum þess hversu ofbeldisfull myndin er.

SYLVESTER STALLONE EVERTON
Þegar þú ert með sjálfan Rocky í þínu horni eru allir vegir færir, Gylfi Þór Sigurðsson og félagar geta treyst á það að Stallone styður liðið í blíðu og stríðu. Ástæða þess að Stallone styður Everton er vinasamband hans við Robert Earl, stjórnarmann félagsins. Stallone hefur mætt í Guttagarð en hann fór á leik liðsins árið 2007.

Julia geislaði á rauða dreglinum.

JULIA ROBERTS MANCHESTER UNITED
Þessi heimsfræga leikkona elskar Manchester United og er dugleg að ræða um félagið, hún hefur mætt á leiki félagsins og fékk að hitta leikmannahópinn árið 2017. Leikmenn Manchester United voru þá í æfingaferð í Bandaríkjunum en Roberts kvaðst afar spennt fyrir því að ræða við leikmenn félagsins. Það vekur líka athygli að Roberts fylgir rétt rúmlega 40 aðilum á Instagram, þar á meðal eru Jesse Lingard, Paul Pogba og Mason Greenwood leikmenn United og svo fylgist Roberts með aðgangi félagsins á samfélagsmiðlunum.

TOM HANKS ASTON VILLA
Forrest Gump sjálfur elskar fótbolta og hefur ekki farið leynt með það. Hanks er stuðningsmaður Aston Villa, það var hvorki leikstíll né saga Aston Villa sem varð til þess að Hanks ákvað að styðja félagið. Það var nafnið, Aston Villa sem heillaði Hanks og ákvað hann að styðja félagið. Hanks segir að nafnið hljómi notalega en Hanks hefur mætt á leiki félagsins og haft gaman af.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Viðar ekki í hóp á Akureyri – Magnús fullyrðir að þetta sé ástæðan

Viðar ekki í hóp á Akureyri – Magnús fullyrðir að þetta sé ástæðan
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

England: Chelsea lék á alls oddi gegn West Ham – Pedro hetja Brighton

England: Chelsea lék á alls oddi gegn West Ham – Pedro hetja Brighton
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Albert er veikur og getur ekki tekið þátt

Albert er veikur og getur ekki tekið þátt
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Birti svakalega mynd og sannar það að hann er í sturluðu formi – Sjáðu hvað hann birti

Birti svakalega mynd og sannar það að hann er í sturluðu formi – Sjáðu hvað hann birti
433Sport
Í gær

Gagnrýnir vinnubrögð Liverpool: Bjóst við að fá miklu meiri stuðning – ,,Var gríðarlega erfitt“

Gagnrýnir vinnubrögð Liverpool: Bjóst við að fá miklu meiri stuðning – ,,Var gríðarlega erfitt“
433Sport
Í gær

Hrafnkell: „Ég er ekki sammála þessu“

Hrafnkell: „Ég er ekki sammála þessu“