fbpx
Sunnudagur 06.júlí 2025
433Sport

Afar umdeilt atvik á Akureyri: „Alveg með ólíkindum og eiginlega ófyrirgefanleg ákvörðun“

Máni Snær Þorláksson
Mánudaginn 27. júlí 2020 10:59

Skjáskot úr kvöldfréttum Stöðvar 2

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

KA og KR áttust við í gær og endaði leikurinn með markalausu jafntefli. KA náði þó að skora í leiknum en Ívar Orri Kristjánsson, dómari leiksins, dæmdi markið af og hefur ákvörðunin verið gríðarlega umdeild í netheimum eftir leikinn.

Beitir Ólafsson, markvörður KR-inga, sagði í viðtali eftir leikinn að hann vissi ekki á hvað hafi verið dæmt. „Kiddi (Kristinn Jónsson) fékk engin skilaboð um hvað hann ætti að gera og leggur boltann til baka á mig. Hann boppar aðeins illa og ég hitti hann illa,“ segir Beitir í viðtalinu. „Í augnablikinu á eftir þegar ég er að fara að reyna að verja frá Guðmundi Stein rekst ég í KA-mann held ég. Ég hleyp á hann eða hann hleypur á mig og það getur vel verið að hann hafi dæmt brot á það. Ég veit það ekki.“

„Það var talað um í frábærum podcast þætti Doc fyrir dálitlu síðan að sumir dómarar kunni ekki reglurnar. Ekki mun sú umræða minnka eftir atvikið á Akureyri,“ segir fjölmiðlamaðurinn Ríkharð Guðnason, einnig þekktur sem Rikki G, á Twitter síðu sinni í gær. „Alveg með ólíkindum og eiginlega ófyrirgefanleg slík ákvörðun. Rangstaða dæmd þegar markvörður kixar boltann.“

Ásgeir nokkur svarar Rikka og segir honum að skoða atvikið aðeins nánar. „Mögulega besti dómur sumarsins,“ segir Ásgeir. Rikki svarar Ásgeiri þá og segir markvörð KR-inga hafa verið í engu jafnvægi. „Þó þeir rekist saman er það ekki Ásgeiri að kenna frekar en Beiti. Beitir vissi ekki einu sjálfur hvað var dæmt á. Í mínum bókum alltaf mark.“

Birkir Örn Pétursson, stuðningsmaður KA, bendir á að Ívar hafi einnig dæmt leik FH og KA sem fór fram í síðustu umferð. Í upphafi síðari hálfleiks þess leiks kom Guðmundur Steinn boltanum í netið en Ívar dæmdi markið ógilt vegna brots á Gunnari Nielsen markmanni FH í aðdragandanum. „Við KA menn erum ekki aðdáendur hans Ívars þessa stundina!“ segir Birkir.

Þóroddur Hjaltalín, formaður dómaranefndar KSÍ, segir í samtali við Fótbolti.net að þegar horft er á atvikið í endursýningu sjáist að um réttan dóm sé að ræða „Ásgeir er í rangstöðu og hefur áhrif á Beiti með því að fara í hann. Með því að fara í Beiti þá truflar það hann. Þannig að þetta er hárrétt ákvörðun. Rangstaða,“ sagði Þóroddur.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Besta deildin: Vestri og ÍA töpuðu heima

Besta deildin: Vestri og ÍA töpuðu heima
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Allt öðruvísi aðstæður annað kvöld

Allt öðruvísi aðstæður annað kvöld
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Ákvað sjálfur að spila í gær stuttu eftir andlát Jota

Ákvað sjálfur að spila í gær stuttu eftir andlát Jota
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Lýsir afar erfiðum mínútum Glódísar – „Heyrði ekki neitt og sá bara hversu illa henni leið, það var mjög erfitt“

Lýsir afar erfiðum mínútum Glódísar – „Heyrði ekki neitt og sá bara hversu illa henni leið, það var mjög erfitt“
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Segir að United hafi gert ein stærstu mistök í sögu fótboltans í fyrra

Segir að United hafi gert ein stærstu mistök í sögu fótboltans í fyrra
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Borga mögulega 50 milljónir fyrir leikmann sem Arsenal vildi ekki sjá

Borga mögulega 50 milljónir fyrir leikmann sem Arsenal vildi ekki sjá