Raul Jimenez, leikmaður Wolves á Englandi hefur átt góða leiktíð með úlfunum en í 51 leik hefur hann skorað 26 mörk. Manchester United hefur áhuga á leikmanninum en Juventus virðist deila áhuganum. Maurizio Sarri, stjóri Juventus, er sagður vera tilbúinn að selja vængmanninn Douglas Costa til að eiga efni á Jimenez.
Sarri hefur smá forskot á Manchester United að því leyti til að hann getur boðið Jimenez að spila í Meistaradeildinni auk þess sem hann fengi að spila við hlið goðsagnarinnar Cristiano Ronaldo. Þá er Jorge Mendes, umboðsmaður Jimenez, einnig umboðsmaður Ronaldo og gæti það hjálpað Sarri að koma Jimenez til Ítalíu.
Juventus er þó með plan B en það er franski sóknarmaðurinn Alexandre Lacazette sem spilar með Arsenal í ensku deildinni. Lacazette er sagður hafa áhuga á því að ganga til liðs við ítalska stórveldið.