Jose Mourinho, stjóri Tottenham, hefur staðfest það að tveir lykilmenn verði klárir fyrir stórleik morgundagsins.
Tottenham hefur leik í ensku úrvalsdeildinni á morgun en liðið spilar við Manchester United.
Harry Kane missti af ófáum leikjum áður en deildin fór í hlé en hann hefur jafnað sig af meiðslum.
Mourinho staðfesti að Kane muni byrja leikinn við United sem og Heung-Min Son, annar lykilmaður.
Einnig hefur Mohamed Sissoko jafnað sig en hvort hann byrji er ekki víst.