KR 1-0 Víkingur R.
1-0 Kennie Chopart(31′)
KR er meistari meistaranna í karlaflokki eftir leik við Víking Reykjavík á Meistaravöllum í kvöld.
Það var ekki boðið upp á markaleik í Frostaskjólinu en aðeins eitt mark var skorað.
Það var Daninn Kennie Chopart sem skoraði eina mark leiksins á 31. mínútu fyrri hálfleiks.
Óhætt er að segja að ekkert hafi verið gefið eftir og var leikurinn alls ekki án snertinga.
Sjö gul spjöld fóru á loft í Vesturbænum og ljóst að leikmenn eru tilbúnir í komandi verkefni.