Kevin de Bruyne gæti verið að kveðja Manchester City í sumar að sögn Roberto Martinez.
Martinez er landsliðsþjálfari Belgíu og hefur unnið náið með De Bruyne síðustu ár.
Það er búið að dæma City í tveggja ára bann frá Meistaradeildinni sem gæti endað með brottför miðjumannsins.
,,Kevin er sigurvegari og ég held að hann muni íhuga allt áður en ákvörðun verður tekin,“ sagði Martinez.
,,Hann mun hugsa um Meistaradeildarbannið og frábært samband hans við þjálfarann.“
,,Kevin de Bruyne er að upplifa sín bestu ár og hann er að gefa Manchester City þau.“