FC Seoul í Suður Kóreu hefur beðist afsökunar á því að hafa notað kynlifsdúkkur sem áhorfendur í leik um helgina.
Boltinn er byrjaður að rúlla í K-deildinni eftir kórónuveirunni en áhorfendur eru ekki leyfðir.
FC Seoul ákvað að hafa kynlífsdúkkur í fötum í stúkunni en það féll ekki vel í kramið hjá almenningi.
„Horfið á brjóstin á þeim, þau eru fjórum sinnum stærri en á venjulegri konu,“ sagði einn reiður stuðningsmaður félagsins.
Áhorfendur verða ekki leyfðir á stórum íþróttaleikjum vegna veirunnar.