Sergio Romero, markvörður Manchester United þarf að rífa niður leiktæki fyrir börnin sín sem hann lét setja upp.
Romero lét setja upp alvöru leiktæki fyrir börnin sem kostuðu 3,7 milljónir króna. Nágrannar hans í úthverfi Manchester voru ekki sáttir.
Málið var sent á bæjarstjórn sem tók málið fyrir og var Romero skipað að taka leiktækin niður, þau voru of stór og voru sögð skemma útsýni nágranna hans.
Tækin hafði Romero sett fyrir framan húsið sitt en hann gleymdi að fá leyfi fyrir þeim, dýrkeypt spaug það.
Romero býr í úthverfi Manchester en hann keypti sér hús á 2,8 milljónir punda þegar hann gekk í raðir United.