Eigandi í ensku úrvalsdeildinni telur 40 prósent líkur á því að enska úrvalsdeildin klárist ekki.
Eigandinn ræddi við Sky Sports og vildi ekki koma fram undir nafni, þetta var hans skilningur eftir fund félaganna í gær.
Deilur eru um hvort eða hverning á að hefja leik í ensku úrvalsdeildinni á nýjan leik, deildin hefur verið í pásu í tvo mánuði.
Daily Mail segir að fjöldi leikmanna muni á fundi í dag hafna því að mæta aftur til æfinga næsta mánudag.
Félögin funda með leikmönnum í dag og margir óttast að öryggi þeirra sé ekki tryggt þegar þeir eigi að hefja leik aftur.