Eigandi í ensku úrvalsdeildinni telur 40 prósent líkur á því að enska úrvalsdeildin klárist ekki.
Eigandinn ræddi við Sky Sports og vildi ekki koma fram undir nafni, þetta var hans skilningur eftir fund félaganna í gær.
Deilur eru um hvort eða hverning á að hefja leik í ensku úrvalsdeildinni á nýjan leik, deildin hefur verið í pásu í tvo mánuði.
Eigandinn segir að mörg félög fari svo gott sem á hausinn ef ekki tekst að hefja leik á nýjan leik.
Ríkisstjórn Boris Johnson hefur gefið út að líklega verði hægt að hefja íþróttakappleiki á Englandi þann 1 júní.
Búið er að útbúa plan til að hefja æfingar, sagt er að leikmenn þurfi að skrifa undir gögn áður en allt fer af stað um að það sé á þeirra ábyrgð að snúa aftur.
Félögin hafa hins vegar útbúið skýrslu þar sem farið er yfir málið, þar er sagt að það sé öruggara að mæta á æfingu eða í leik en að fara út í búð.