Fjórir leikmenn Manchester United eru byrjaðir að æfa saman í garði í úthverfi Manchester.
Þar sást til Paul Pogba, Anthony Martial, Victor Lindelöf og Andreas Pereira saman.
Þeir eru aðeins of fljótir á sér því ekki má mæla sér mót við fólk í Bretlandi fyrr en á morgun. Því má túlka þetta sem brot á samkomubanni.
Lindelöf er ný mættur til Englands eftir að hafa dvalið í Svíþjóð á meðan veiran náði hámarki í Englandi.
Leikmenn United eru með þessu að undirbúa sig undir það að enski boltinn fari aftur af stað, vonir standa til að deildin byrji í júní.