Kyle Walker, bakvörður Manchester City hefur komið sér í klípu á nýjan leik. Hann braut reglur um útgöngubann í þrígang á sólarhring.
Þetta er í annað skiptið sem Walker kemst í fréttirnar fyrir að brjóta útgöngubannið í Englandi. Í upphafi útgöngubannsins var Walker gómaður við að kaupa vændi af konum sem mættu á heimili hans.
Á miðvikudag fór hann í heimsókn til systur sinnar, heimsótti foreldra sína, fór á heimilið þar sem fyrrverandi kona hans býr og fór svo heim til sín.
Manchester City sektaði Walker þegar hann fékk vændiskonur heim til sín en félagið hefur staðfest að Walker verði ekki refsað núna.
Félagið telur brot hans ekki alvarlegt og ætlar því ekki að taka hluta af launum hans eins og gert var í apríl.