Son Heung-min, er mættur heim til Suður Kóreu og mun þar sinna herskyldu á meðan kórónuveiran gengur yfir.
Sú regla er í Suður Kóreu að fyrir 28 ára aldur þarf einstaklingur að sinna 21 mánuði í herskyldu.
Son fékk hins vegar að sleppa við stærstan hluta af því eftir að Suður Kórea vann Asíuleikana árið 2018. Son þarf aðeins að klára fjórar vikur.
Hann fékk leyfi frá Tottenham til að halda heim og klára þetta á meðan ekkert er spilað á Englandi.
Son útskrifaðist úr hernum í gær og fékk tíu í einkunn fyrir skotpróf sitt, alvöru skytta. Hann fær nú að halda heim til Englands en æfingar gætu farið af stað í næstu viku.