Gary Neville sérfræðingur Sky Sports segir að Manchester United geti barist um sigur í ensku úrvalsdeildinni á næstu leiktíð.
Sterk fjárhagsstaða félagsins á að nýtast þeim í sumar þegar mörg félög eru í vandræðum vegna kórónuveirunnar.
,,United hefur verið í vandræðum með að halda verði og launum niðri, félagið er í sterkri stöðu í sumar,“ sagði Neville.
,,Það er mikilvægt að félagið láti til skara skríða á markaðnum, liðið er 30 stigum á eftir Liverpool eða hvað það er. En ég hef trú á að liðið geti gert atlögu að titlinum á næsta ári.“
,,Liðið þarf þrjá eða fjóra góða leikmenn og United á að geta gert það í sumar.“