Stuðningsmenn Manchester United eru nokkuð öryggir á því að Jack Grealish muni ganga í raðir félagsins í sumar eftir það sem gerðist í gær.
Það hefur vakið mikla athygli að Grealish sem er leikmaður Aston Villa setti „like“ við færslu Manchester United á Instagram.
Þessi enski miðjumaður hefur verið sterklega orðaður við United síðustu vikur og margt bendir til þess að hann gangi í raðir félagsins í sumar.
Grealish hefur átt gott tímabil með Aston Villa en vonir standa til um að tímabilið á Englandi fari aftur af stað í júní.
Ole Gunnar Solskjær er sagður leggja talsverða áherslu á að fá Grealish og þessi hegðun hans á samfélagsmiðlum ýtir undir sögusagnir.