Farid El Melali leikmaður Angers í Frakklandi og landsliðsmaður frá Alsír var handtekinn á þriðjudag, hann stundaði sjálfsfróun á almannafæri. El Melali stóð úti í garði og fróaði sér á meðan hann horfi inn um gluggann hjá nágrannakonu sinni. Konan býr á neðstu hæð og lét hún lögregluna vita.
El Melali játaði brot sitt um leið og reyndi að afsaka sig. El Melali taldi að konan hefði ekki séð sig. Þessi 23 ára leikmaður hafði fengið nýjan samning hjá Angers á mánudag og fagnaði því með því að láta handtaka sig. Hann var handtekinn á afmælisdegi sínum.
El Melali hafði áður verið handtekinn fyrir að fróa sér á almannafæri. Honum var sleppt eftir yfirheyrslu en málið verður tekið fyrir innan tíðar. „Síðustu dagar hafa verið erfiðir andlega og líkamlega, það er oft erfitt að hlusta á þessa vondu umfjöllun,“ sagði drengurinn.
„Ég átta mig vel á því að svona hegðun er ekki boðleg, ég vil biðjast afsökunar. Ég vil sérstaklega biðja fjölskyldu mína afsökunar.“
„Þetta hefur haft áhrif á mig en ég er sterkari eftir þetta. Ég átta mig betur á því hvað samfélagið telur rétt og hvað ekki.“