Zinedine Zidane þjálfari Real Madrid er virkilega ánægður með það að Eden Hazard sé ekki með bumbu eftir fríið.
AS á Spáni fjallar um málið en Hazard mætti of þungur til æfinga síðasta sumar, það vakti mikla athygli þegar hann mætti til leiks með bumbu.
Forráðamenn Real Madrid óttuðust að Hazard myndi bæta á sig, hann fór í aðgerð áður en deildin fór í pásu vegna kórónuveirunnar. Hann er hins vegar í frábæru formi eftir fríið.
,,Þetta er flókið fyrir mig, ég reyni að borða ekki of mikið. Ég reyni að borða ekki of mikið,“ sagði Hazard á dögunum.
Hazard hefur ekki fundið taktinn á Spáni eftir frábæra tíma með Chelsea á Englandi.