Manchester United gæti þurft að bíða í 12 mánuði eftir því að láta draum sinn rætast er varðar Jadon Sancho, kantmann Borussia Dortmund.
Mirror segir frá málinu og segir að kórónuveiran spili þar stórt hlutverk, fjárhagur félaga er í óvissu vegna hennar.
Sancho er efstur á óskalista Ole Gunnar Solskjær en kantmaðurinn knái kostar 100 milljónir punda.
Óvíst er hvort United geti rifið fram slíka upphæð eftir veiruna og telur Mirror að United gæti beðið í tólf mánuði.
Sancho er tvítugur enskur landsliðsmaður sem hefur slegið í gegn í Þýskalandi síðustu tvö ár.