Manchester United virðist vera að horfa til framtíðar ef marka má fréttir vikunnar. United er nú að ganga frá samningi við Jurado, 16 ára bakvörð Barcelona.
Jurado hefur verið í herbúðum Barcelona frá sjö ára aldri en hafnar nú að krota undir nýjan samning.
Samningur Jurado er að renna út og þarf United að borgar uppeldisbætur til að fá hann.
Samkvæmt Sport á Spáni hefur Barcelona reynt allt til þess að halda Jurado en það án árangurs.
Manchester United hefur einig náð samkomulagi við Sunderland um að kaupa Joe Hugill frá félaginu. Ensk blöð segja frá
Hugill getur hins vegar ekki farið til Manchester og farið í læknisskoðun og skrifað undir. Ástæðan er útgöngubann í Englandi.
Hugill kostar United tæplega 40 milljónrir króna en hann er 16 ára gamall og er að skrifa undir sinn fyrsta atvinnumannasamning.