Fyrir ári síðan upplifði Anfield eitt af sínum bestu kvöldum, mögulega besta frammistaða hjá liði Liverpool í sögunni.
Eftir að hafa tapað 3-0 gegn Barcelona í fyrri leiknum í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar, var komið að síðari leiknum.
,,Við töluðum um það eftir tapið á Anfield að það væri möguleiki. Ég sat í ísbaði með Gini Wijnaldum eftir leik og hann sagði að við kæmum til baka. Sadio Mane tók undir það,“ sagði Jordan Henderson þegar hann rifjaði upp kvöldið á Anfield.
Liverpool vann 4-0 sigur á Anfield og fór áfram, söguna eftir það þekkja flestir en Liverpool vann að lokum Meistaradeildina á síðustu leiktíð.
Myndband með helstu tilþrifum leiksins má sjá hér að neðan.
One year ago today, Liverpool pulled off one of the greatest comebacks in Champions League history. 😍🔥pic.twitter.com/690RT5E6qZ
— SPORTbible (@sportbible) May 7, 2020