Dolores Aveiro, móðir Cristiano Ronaldo fékk alvöru gjöf frá syni sínum í gær þegar mæðradagurinn fór fram.
Ronaldo hefur dvalið með móður sinni í Portúgal síðustu daga, hann færði henni Mercedes jeppa í gær.
Dolores birti mynd af bílnum í gær á Instagram og þakkaði fyrir sig.
Ronaldo hefur verið duglegur að gefa móður sinni hús og bíla í gegnum árin en hann hefur þénað ótrúlega á sínum ferli.
Bílinn sem Ronaldo færði móður sinni má sjá hér að neðan.